Mikið selt í forsölu
Forsala fyrir landsleikinn milli Íslands og Tékklands, sem fram fer kl. 14:00 í dag á Laugardalsvellinum í dag, gekk mjög vel og er greinilegt að mikil stemmning er fyrir leiknum. Um 4.700 miðar seldust í forsölu á Nestisstöðvum ESSO þannig sennilegt er að uppselt yrði á leikinn. Í morgun hófst miðasala í söluskúrunum við Laugardalsvöll, þannig að það er um að gera að drífa sig til að tryggja sér miða. Áfram Ísland!