• þri. 28. ágú. 2001
  • Landslið

Egill Már og Haukur Ingi dæma í Eistlandi

Egill Már Markússon, dómari, og Haukur Ingi Jónsson, aðstoðardómari, eru þessa dagana staddir í Eistlandi, þar sem þeir starfa við dómgæslu í einum riðli í undankeppni EM U19 liða karla. Síðastliðinn sunnudag var Haukur Ingi aðstoðardómari í viðureign Wales og Eistlands, sem Wales vann 6-1, en Egill Már var 4. dómari. Egill dæmir leik Pólverja og Wales í dag og Haukur verður aðstoðardómari, en ljóst þykir að þetta er úrslitaleikurinn í riðlinum. Síðasti leikurinn verður síðan á fimmtudag milli Póllands og Eistlands, þar sem Haukur Ingi verður aðstoðardómari og Egill Már annað hvort dómari eða 4. dómari, en það kemur í ljós eftir leikinn í dag.