• sun. 05. ágú. 2001
  • Landslið

NM U17 karla: Sjöunda sæti

U17 landslið karla lék í gær laugardag síðasta leik sinn í riðlakeppninn Norðurlandamótsins og var leikið gegn Svíum. Íslenska liðið komst yfir á 25 mínútu með marki Steinþórs Þorsteinssonar en Svíar jöfnuðu 7 mínútum síðar og skoruðu svo sigurmark sitt á loka sekúndum leiksins og endaði íslenska liðið því í neðsta sæti A riðils. Í dag sunnudag lék liðið svo um sjöunda sætið. Leikið var við Færeyinga og fór leikurinn 2 - 2 en íslensku strákarnir unnu vítaspyrnukeppnina sem á eftir fór 4 - 2 og enduðu því í sjöunda sæti. Mörk Íslands í dag skoruðu þeir Hjálmar Þórarinsson og Steinþór Þorsteinsson. Þeir skoruðu svo báðir úr sínum vítum í vítaspyrnukeppninni ásamt Jóni Guðbrandssyni og Kára Ársælssyni.

England og Slóvakía léku til úrslita í mótinu og sigruðu Englendingar 3- 1 eftir vítaspynukeppni. Danir urðu Norðurlandameistarar en þeir unnu Norðmenn 4 - 1 í leik um þriðja sætið.

Öll úrslit úr mótinu má finna hér á www.ksi.is og á heimasíðu danska knattspyrnusambandsins.