Evrópukeppni landsliða 2008 á Norðurlöndum?
Um áramótin 2002/2003 mun UEFA taka ákvörðun um það hvar Evrópukeppni landsliða 2008 fer fram. Norðurlöndin (Danmörk, Finnland, Færeyjar, Noregur, Ísland og Svíþjóð) hafa í sameiningu sótt um að halda keppnina. Leikið yrði í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, en Ísland og Færeyjar koma einnig að skipulagningu og framkvæmd keppninnar. Í tengslum við fyrrgreinda umsókn áformar KSÍ að sækja um að þing formanna og framkvæmdastjóra aðildarlanda UEFA árið 2007 verði haldi á Íslandi.