NM U17 kvenna: Stórt tap gegn Svíum
U17 landslið kvenna tapaði í dag fyrir Svíum á Opna Norðurlandamótinu. Staðan í hálfleik var 3-0, Svíum í vil, og sænska liðið komst í 4-0 áður en Hólmfríður Samúelsdóttir náði að minnka muninn fyrir íslenska liðið á 57. mínútu. Sænsku stúlkurnar náðu að bæta við tveimur mörkum undir lok leiksins þannig að úr varð 6-1 skellur. Næsti leikur Íslands er á fimmtudag gegn Danmörku, og hefst leikurinn kl. 16:30 að íslenskum tíma. Skoða má úrslit leikja og stöðu riðlanna með því að velja Mótamál / Mót í flettistikunni hér til vinstri.