50 ár frá sigri á Svíum
Í kvöld verður þess minnst að 50 ár eru liðin frá sigri Íslands á Svíum í knattspyrnu og sigri á Dönum og Norðmönnum í frjálsum íþróttum. Klukkan 18:00 hefst athöfn í Neskirkju, og að henni lokinni verður fánum fylkt og gengið yfir að Hótel Sögu með viðkomu á Melavellinum. Í Súlnasal á Hótel sögu verða síðan flutt ávörp, íþróttamenn heiðraðir og léttar veitingar bornar fram.