Góð stemmning í hópnum
A landslið karla leikur í dag gegn Möltu í undankeppni HM eins og kunnugt er. Góð stemmning er í hópnum og greinilegt að menn eru einbeitir og ákveðnir að leggja sig alla fram í dag. Við verðum þó að passa okkur á því að vanmeta ekki andstæðingana, því maltneska liðið hefur oft náð góðum árangri á undanförnum árum, töpuðu m.a. naumlega gegn Þýskalandi og Englandi og náðu jafntefli gegn Tékklandi.
Leikaðferð Möltu byggir á sterkum og vel skipulögðum varnarleik. Þegar leikmenn liðsins vinna boltann reyna þeir að leika honum á milli sín af þolinmæði og byggja upp spil, enda eru maltneskir leikmenn upp til hópa sterkir tæknilega og kunna vel að fara með bolta.