• fös. 01. jún. 2001
  • Landslið

Erfið fæðing hjá U21 gegn Möltu

U21 landslið karla lagði Möltu í undankeppni EM á KR-vellinum í kvöld með þremur mörkum gegn engu. Ísland var alltaf sterkari aðilinn í leiknum þó illa hafi gengið að skapa færi. Malta missti mann út af undir lok fyrri hálfleiks með rautt spjald, en lengi vel leit út fyrir að okkar drengir myndu ekki ná að nýta sér liðsmuninn.

Segja má að fyrsta alvöru færi leiksins hafi komið þegar rétt um 10 mínútur lifðu af leiknum og úr varð mark. Veigar Páll Gunnarsson, sem hafði skömmu áður komið inn á sem varamaður, renndi boltanum snyrtilega framhjá ágætum markverði Möltu. Innkoma Veigars hleypti miklu lífi í leik íslenska liðsins og hvert færið rak annað á lokakafla leiksins. Bjarni Guðjónsson kom Íslandi í 2-0 fimm mínútum eftir mark Veigars og Orri Hjaltalín innsiglaði sigurinn með skallamarki mínútu síðar. Þrjú mjög góð mörk og fyrsti sigur Íslands í riðlinum er staðreynd.

Byrjunarliðið

Markvörður: Ómar Jóhannsson

Varnarmenn: Páll Almarsson (Árni Gunnarsson), Indriði Sigurðsson, Reynir Leósson, Atli Þórarinsson.

Tengiliðir: Baldur Aðalsteinsson, Þórarinn Kristjánsson (Veigar Páll Gunnarsson), Helgi Valur Daníelsson, Stefán Gíslason.

Framherjar: Bjarni Guðjónsson (fyrirliði), Orri Hjaltalín.

Hópurinn | Dagskrá