Íslenskir dómarar á Írland - Andorra
Í gær fór fram leikur í undankeppni HM 2002 milli Íslands og Andorra, en á þeim leik voru íslenskir dómarar. Kristinn Jakobsson dæmdi leikinn og honum til halds og trausts voru aðstoðardómararnir Eyjólfur Finnsson og Ólafur Ragnarsson, en Bragi Bergmann var varadómari. Leiknum lauk með sigri 3-1 Íra, eftir að Andorra hafði náð forystunni.
Þess má geta að þessa dagana er Kristinn að dæma í úrslitakeppni EM U16 liða karla, sem fram fer í Newcastle á Englandi. Hann flaug til Dublin til að dæma leik Íra og Andorra og hélt síðan aftur til Newcastle að leik loknum til að halda starfi sínu áfram þar.