• fim. 26. apr. 2001
  • Landslið

Góður sigur á Möltu

Íslenska landsliðið í knattspyrnu lagði Möltu 4-1 í gær í undankeppni HM, en leikið var á Ta'Qali leikvanginum á Möltu. Malta náði forystunni í leiknum með marki á 13. mínútu leiksins, en Tryggvi Guðmundsson og Helgi Sigurðsson breyttu stöðunni í 2-1 fyrir Ísland með mörkum á 42. og 45. mínútu. Í síðari hálfleik gerðist fátt markvert framan af en sigur Íslands var gulltryggður með mörkum Eiðs Smára Guðjohnsen á 81. mínútu og Þórðar Guðjónssonar á þeirri 84.

Ísland er nú í 4. sæti í sínum riðli í undankeppni HM 2002.

Byrjunarliðið:

Árni Gautur Arason, Arnar Viðarsson, Eyjólfur Sverrisson, Hermann Hreiðarsson, Rúnar Kristinsson, Tryggvi Guðmundsson, Arnar Grétarsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Helgi Sigurðsson, Eiður Guðjohnsen og Andri Sigþórsson.

Hópurinn | Dagskrá liðsins