Búlgaría - Ísland 2-1
Laugardaginn 24. mars mættust Búlgaría og Ísland í Sofiu í 3. riðli undankeppni HM 2002, og beið Ísland lægri hlut, 1-2. Hermann Hreiðarsson náði forystunni fyrir íslenska liðið um miðjan fyrri hálfleik, þrumaði knettinum í netið eftir að Eiður Smári Guðjohnsen hafði átt skot að marki sem varnarmaður Búlgara komst fyrir. Búlgarar jöfnuðu tíu mínútum síðar með þrumuskoti rétt utan vítateigs. Stuttu fyrir hlé var Lárusi Orra Sigurðssyni vikið af leikvelli og því ljóst að róður okkar manna yrði afar erfiður í seinni hálfleik. Varnarleikurinn var sterkur í síðari hálfleik og svo virtist sem hann ætlaði að bera árangur, enda var lítil ógnun í sóknum heimamanna. Andartaks einbeitingarleysi í vörninni kostaði hins vegar mark á 78. mínútu leiksins, sem reyndist vera sigurmark Búlgara. Byrjunarlið Íslands þannig skipað:
Markvörður: Árni Gautur Arason.
Varnarmenn: Lárus Orri Sigurðsson, Eyjólfur Sverrisson (fyrirliði), Hermann Hreiðarsson, Arnar Þór Viðarsson.
Tengiliðir: Þórður Guðjónsson, Rúnar Kristinsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Heiðar Helguson.
Framherjar: Eiður Smári Guðjohnsen, Ríkharður Daðason.