Miðar á HM 2002 í Kóreu og Japan í sölu í dag
Í dag, fimmtudaginn 15. febrúar, var opnað fyrir miðasölu á heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu, sem fram fer í Kóreu og Japan á næsta ári. Fyrir þessa keppni verður boðið upp á meiri sveigjanleika í miðasölu en áður hefur verið, t.d. er hægt að kaupa miða sem tryggir að stuðningsmaður geti keypt miða á alla leiki sinnar þjóðar í keppninni, burtséð frá því hversu langt viðkomandi lið komist. Ef liðið er síðan slegið út úr keppninni á einhverju stigi fær stuðningsmaðurinn hluta verðsins endurgreiddan. Einnig gæti stuðningsmaður Íslands keypt miða á leiki í lokakeppninni í Kóreu og Japan, en fengið þá endurgreidda ef íslenska landsliðinu tekst síðan ekki að komast í lokakeppnina.
Þau sem hafa áhuga á að kaupa miða á keppnina geta heimsótt www.fifaworldcup.com til að fá frekari upplýsingar og sækja um miða á rafrænan hátt. Einnig má hafa samband við:
2002 FIFA World Cup Ticketing Bureau PO Box 2001 Cheadle Hulme, SK8 7RR England, UK |
Sími: 0044 870 123 2002 Fax: 0044 870 124 2002 Tölvupóstur: sales@fifa-tickets.com |