Þjálfarar landsliða 2001
KSÍ hefur endurnýjað samninga við þjálfara U19 liðs kvenna, Ólaf Þór Guðbjörnsson, og þjálfara U17 liðs kvenna, Ragnhildur Skúladóttur, en samningarnir eru til tveggja ára (2001-2002). Síðastliðið haust var gengið frá ráðningu Jörundar Áka Sveinssonar sem þjálfara A og U21 liða kvenna, einnig til tveggja ára.
Þjálfarar karlalandsliða í ár verða hinir sömu og í fyrra, Atli Eðvaldsson (A), Sigurður Grétarsson (U21), Guðni Kjartansson (U19) og Magnús Gylfason (U17), en þeir eru nú á seinna ári af tveggja ára samningum.