Ísland úr leik á Sahara Millennium Cup
Síðastliðinn laugardag lék A landslið karla gegn Chile í 8-liða úrslitum Sahara Millennium Cup á Indlandi. Lið Chile var sterkari aðilinn í leiknum og sigraði með tveimur mörkum gegn engu. Það var Sebastian Gonzalez sem skoraði bæði mörk Chile, á 37. og 50. mínútu. Ísland er því úr leik á mótinu, en liðið er væntanlegt til Íslands seinnipartinn í dag. Chile mætir Jórdaníu eða Japan í undanúrslitum og Bosnía-Herzegóvína mætir Júgóslavíu. Úrslitaleikur Sahara Millennium Cup fer fram fimmtudaginn 25. janúar næstkomandi, í Kalkútta.