Ísland mætir Chile í 8-liða úrslitum
Mótherjar Íslands í 8-liða úrslitum Sahara Millennium Cup á Indlandi verður lið Chile, en Suður-Ameríkumennirnir lögðu Uzbekistan 2-0 í gærkvöldi og tryggðu sér þar með sigurinn í 4. riðli, hlutu fullt hús stiga og fengu ekki á sig mark. Ljóst þykir að leikurinn verður afar erfiður fyrir Ísland þar sem leikmannahópur Chile er mjög sterkur, en í hópnum eru 3 leikmenn sem léku á heimsmeistaramótinu í Frakklandi, auk þess sem 11 leikmenn léku með liði Chile á síðustu Ólympíuleikunum, þar sem liðið fékk bronsverðlaun. Leikur Íslands og Chile fer fram laugardaginn 20. janúar næstkomandi í Kalkútta og hefst hann kl. 11:00 að íslenskum tíma.
Leikir í 8-liða úrslitum
Uruguay - Bosnía-Herzegóvína
Júgóslavía - Rúmenía
Chile - Ísland
Jórdanía - Japan