Dregið í riðla í undankeppni HM kvenna 2003
Í dag verður dregið í riðla í undankeppni HM kvenna 2003, sem fram fer í Kína. 34 þjóðir hafa tilkynnt þátttöku og er þeim skipt í tvo styrkleikaflokka. Í efri styrkleikaflokknum eru 16 þjóðir sem skipt er í 4 riðla. Sigurvegarar riðlanna fara beint á HM en liðin í 2. sæti leika aukaleiki (undanúrslit og úrslit) um eitt sæti á HM (Evrópa á 5 sæti). Liðin í neðri styrkleikaflokki keppa um það að komast í efri styrkleikaflokk. Liðin í efri styrkleikaflokk eru dregin í riðla skv. eftirfarandi (Eitt lið úr hverjum ,,potti" pr. riðill):
Pottur 1: Noregur, Rússland, Svíþjóð og Þýskaland.
Pottur 2: Ítalía, Danmörk, Frakkland og England.
Pottur 3: Finnland, Úkraína, Portúgal og Spánn.
Pottur 4: Holland, Ísland, Sviss og Tékkland.
Einnig er dregið í Evrópukeppni U19 kvenna í dag en sú keppni hefst haustið 2001.