• mið. 06. des. 2000
  • Landslið

Landsliðið til Indlands

A landslið karla mun taka þátt í Super Soccer Millennium Cup á Indlandi 10.-25. janúar 2001. Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari hefur valið 18 manna hóp sem mun leika fyrir Íslands hönd á mótinu. 16 þjóðir taka þátt í mótinu og verður þeim skipt í 4 fjögurra liða riðla, en tvö efstu lið hvers riðils halda svo áfram í 8-liða úrslit, sem hefjast 20. janúar. Dregið verður í riðla sunnudaginn 17. desember næstkomandi. Leikið verður í þremur borgum: Kalkútta, Gochin og Goa.

Aðeins fjórir leikmenn í hópnum hafa leikið fleiri en 10 landsleiki og er Tryggvi Guðmundsson þeirra leikjahæstur með 20 leiki. Þrír nýliðar eru í hópnum, þeir Fjalar Þorgeirsson, Marel Jóhann Baldvinsson og Veigar Páll Gunnarsson. Enginn leikmaður í hópnum hefur verið fyrirliði í A landsleik og því er ljóst að einhver mun hljóta þann mikla heiður í fyrsta skipti.

Hópur Íslands