Ísland upp um þrjú sæti á styrkleikalista FIFA
Ísland er í 49. sæti á styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun, og er það hækkun um þrjú sæti frá því listinn var síðast gefinn út. Engin breyting er á efstu fjórum sætunum, en efstir eru Brasilíumenn og þar á eftir koma Frakkland, Argentína og Tékkland, mótherjar Íslands í undankeppni HM 2002. Þess má geta að Pólverjar, sem Íslendingar mæta í vináttulandsleik í Varsjá í dag, eru númer 44, falla um átta sæti. Listinn verður næst gefinn út 20. desember.