Dregið í EM U17 og U19 karla fyrir 2001
Í morgun var dregið í undanriðla Evrópumóts U17 og U19 landsliða karla 2001-2002.
Undankeppni EM U17 er skipt í 15 riðla og munu sigurvegarar hvers riðils um sig taka þátt í úrslitakeppninni sem fram fer í Danmörku, en Danmörk kemst sjálfkrafa áfram sem mótshaldari. Ísland dróst í 11. riðil með Noregi, Póllandi og Eistlandi. Skoða nánar á www.uefa.com.
Undankeppni EM U19 er skipt í 14 riðla. Sigurvegarar hvers riðils um sig komast í aðra umferð, þar sem þau mæta einum af sigurvegurum hinna riðlanna í aukaleikjum um það hvort liðið kemst í úrslitakeppnina. Noregur kemst sjálfkrafa í úrslitakeppnina sem mótshaldari. Ísland er í 7. riðli ásamt Úkraínu, Andorra og Tékklandi, en sigurvegari 7. riðils mætir sigurvegara 8. riðils um sæti í lokakeppninni í Noregi. Skoða nánar á www.uefa.com.