Breytt heiti aldurshópa yngri landsliða
UEFA hefur ákveðið að breyta heitum yngri landsliða til samræmis við raunverulegan aldur keppenda. Þar sem úrslitakeppni U16 og U18 landsliða fer fram árið eftir að undanriðlum lýkur, kemur oft upp sú staða að leikmenn séu langt komnir á sautjánda ár og jafnvel orðnir 17 ára þegar að úrslitakeppnin fer fram. Því var ákveðið að U16 heiti nú U17 og U18 heiti U19. Breytingin tekur gildi í þeim mótum sem hefjast 2001 og á við bæði karla- og kvennalið.