Úrtaksæfingar vegna U17 karla 2001
Um næstu helgi fara fram úrtaksæfingar vegna U17 landsliðs karla árið 2001 og eru um 30 drengir kallaðir til að þessu sinni. Æft verður á Gervigrasinu í Laugardal laugardaginn 4. nóvember og í Reykjaneshöll sunnudaginn 5. nóvember. Æfingarnar fara fram undir stjórn Magnúsar Gylfasonar, þjálfara U17 landsliðs karla.