• fös. 18. ágú. 2000
  • Landslið

Tap gegn sterku liði Þjóðverja

Íslendingar léku gegn Þjóðverjum í Evrópukeppni kvennalandsliða á Kópavogsvellinum í gærkvöldi. Skemmst er frá því að segja að þýska liðið hafði mikla yfirburði í leiknum og sigraði örugglega með sex mörkum gegn engu, eftir að hafa haft fjögur mörk yfir í hálfleik.

Næsti leikur Íslands er næstkomandi þriðjudag gegn Úkraínu og sker sá leikur úr um hvort liðið eigi möguleika á að komast áfram í keppninni eður ei. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 20:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Fari íslenska liðið með sigur af hólmi mætir það Englendingum í aukakeppni um sæti í úrslitum Evrópukeppninnar að ári, jafntefli dugir ekki.

Ef tap eða jafntefli leikur Ísland líklega gegn Hvíta-Rússlandi um fall í annan styrkleikaflokk

Staðan:

L U J T Mörk Stig
1. Þýskaland 6 5 1 0 27:5 16
2. Ítalía 6 2 3 1 6:7 9
3. Úkraína 5 0 2 3 3:12 2
4. Ísland 5 0 2 3 2:14 2