U21 landslið Íslands lagði Svía
Nú rétt í þessu var að ljúka U21 vináttulandsleik Íslands og Svíþjóðar sem fram fór á Keflavíkurvelli. Leiknum lauk með sigri íslenska liðsins, 1-0. Það var Jóhannes Karl Guðjónsson sem skoraði sigurmarkið á 69. mínútu leiksins, glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu.
Byrjunarlið Íslands: Ómar Jóhannsson; Árni Kristinn Gunnarsson, Indriði Sigurðsson, Guðmundur Viðar Mete, Reynir Leósson; Bjarni Guðjónsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Helgi Valur Daníelsson, Hjalti Jónsson (breyting); Marel Jóhann Baldvinsson, Guðmundur Steinarsson.