Riðlakeppni EM U18 kvenna fer fram á Íslandi í september
Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 18 ára og yngri tekur þátt í Evrópukeppni U18 kvennalandsliða, sem fram fer á Íslandi í september. Í riðlinum eru, auk Íslands, landslið Moldavíu og Wales. Ísland leikur gegn Moldavíu þann 8. september á Grindavíkurvelli og þann 12. september gegn Wales á Keflavíkurvelli. Tvö efstu liðin fara áfram í milliriðla keppninnar.