Knattspyrnuskólar stúlkna og drengja á Laugarvatni
Knattspyrnuskóli stúlkna hefst sunnudaginn 25. júní og stendur til föstudagsins 30. júní. Skólastjóri er Ragnhildur Skúladóttir, þjálfari U17 landsliðs kvenna.
Knattspyrnuskóli drengja hefst sunnudaginn 2. júlí og stendur til föstudagsins 7. júlí. Skólastjóri er Guðni Kjartansson, þjálfari U18 landsliðs karla.
Á fimmta tug stúlkna og svipaður fjöldi drengja alls staðar af landinu taka þátt í knattspyrnuskólanum að þessu sinni. Æfingarnar verða undir stjórn landsliðsþjálfara KSÍ, en í heimsókn koma landsliðsmenn og -konur, þjálfarar úr Landssímadeild kvenna og karla og fleiri góðir gestir. Einnig verða fræðsluerindi um málefni sem eru mikilvæg knattspyrnumönnum.