Upplýsingar um mótavakt KSÍ
![](/library/Myndir/Jumpstory/jumpstory-download20200506-101146.jpg?proc=04b2e745-3cd2-11e8-941b-005056bc0bdb)
Mótavakt KSÍ í síma 510-2925 er starfrækt yfir keppnistímabilið eftir lokun skrifstofu KSÍ, fram að auglýstum leiktíma í mótum í meistaraflokki. Mótavaktin er til aðstoðar ef upp kom vandamál við framkvæmd leikja, m.a. ef taka þarf ákvörðun um frestanir leikja.
Símanúmer mótavaktar er einnig neyðarsímanúmer móta- og dómaranefndar vegna framkvæmdar leikja.
Skrifstofa KSÍ er opin mánudaga til fimmtudags frá kl. 08:00 - 16:00 og á föstudögum frá kl. 08:00 - 15:00.