Framkvæmd leikja - Lengjubikar

Atriði fyrir félög til að hafa í huga við framkvæmd leika í Lengjubikarnum

Almennt

Félag sem skráð er á undan (heimalið) ber ábyrgð á framkvæmd hlutaðeigandi leiks. Almennt skal reynt að fylgja neðangreindum leiðbeiningum um framkvæmd leikja. Í A-deild karla er gerð krafa um að öllum neðangreindum skilyrðum sé fylgt að fullu.

Ábyrgðarmaður leiks

Ábyrgðarmaður leiks mætir a.m.k. einni klst. fyrir leik og hefur það hlutverk að annast framkvæmd leiksins. Hann skal m.a. sjá til þess að afhenda dómurum útprentun á leikskýrslu og keppnisknetti  a.m.k. 45 mín. fyrir leik og vera dómurum að öðru leyti til aðstoðar við framkvæmd leiksins. Einnig ber honum að sjá til þess að leikvöllur sé tilbúinn á réttum tíma og að tölva sé til taks að leik loknum í dómaraklefa svo dómarar geti skráð leikskýrslu leiksins.

Keppnisknettir

Afhenda skal dómurum leiksins að a.m.k. 3 keppnisknetti 45 mín. fyrir leik.

Leikskýrsla

Félög skulu fylla út leikskýrslu eins og í öðrum mótum á vegum KSÍ. Meðferð þeirra skal vera með hefðbundnum hætti og fylgja skal ýtrustu kröfum um útfyllingu. Félag sem skráð er á undan (heimalið) ber ábyrgð á að prenta út leikskýrsluna af vef KSÍ, útfyllta af báðum félögum og afhenda dómara leiksins. Að leik loknum gengur dómari frá leikskýrslu og skráir hana í gagnagrunn KSÍ.

Boltakrakkar

Gerð er krafa um 6 merkta boltakrakka (4 þegar leikið er í knattspyrnuhúsum).

Markatafla og leikklukka

Gerð er krafa um að til taks sé umsjónarmaður á markatöflu og leikklukku.

Vallarþulur

Gerð er krafa um að til taks sé vallarþulur.

Gæsla og menn á sjúkrabörur

Gerð er krafa um að til taks séu a.m.k. tveir merktir gæslumenn dómara sem sjái jafnframt um sjúkrabörur meðan á leik stendur. 

Upphitun

Til að leikir geti farið fram á tilsettum tíma þurfa félögin í mörgum tilfellum að hita upp utan leikvallar. Þá skal þess gætt að ekki sé verið að trufla þá leiki sem eru í gangi. Mikilvægt er að framkvæmdaraðili leiks sjái til þess að þessu sé framfylgt.

Frestun leiks - Mótavakt í síma 510 2925

Þegar taka þarf ákvörðun um frestun leiks skal hafa samráð við starfsmenn mótanefndar. 

Aðgangseyrir

Heimilt er að selja inn á leiki A-deildar karla. Sjá nánari fyrirmæli í reglugerð mótsins.

Veitingasala

Félög eru hvött til að þjónusta áhorfendur með veitingasölu ef hún er ekki þegar til staðar.

Reglugerðir