Félagaskiptagluggar

Á þessari síðu er að finna upplýsingar um þá félagaskiptaglugga sem eru framundan eða í gildi hverju sinni.  Allir félagaskiptagluggar loka á miðnætti lokadags viðkomandi glugga.

Félagaskiptagluggi efri deilda karla og kvenna 2025

Fyrri gluggi (12 vikur): 5. febrúar til 29. apríl 2025;

  • Besta deild karla, Besta deild kvenna, Lengjudeild karla, Lengjudeild kvenna og 2. deild karla.

Sumargluggi (4 vikur): 17. júlí til 13. ágúst 2025;

  • Besta deild karla, Besta deild kvenna og Lengjudeild karla

Sérstakur sumargluggi (2 vikur): 17. júlí til 31. júlí 2025;

  • Lengjudeild kvenna og 2. deild karla

Félagaskiptagluggi neðri deilda karla og kvenna 2025

2. deild kvenna, 3. deild karla, 4. deild karla, 5. deild karla og Utandeild karla (ef við á).

Félagaskiptagluggi: 5. febrúar til 31. júlí 2025

Félagaskiptagluggi yngri flokka (ósamningsbundnir leikmenn yngri flokka) 2025

  • Gluggi lokar 31. Júlí 2025 og opni við lok mótahalds í yngri aldursflokkum sama ár

Frekari upplýsingar um málið má finna í dreifibréfi til félaga um málið