Úrvalsdeildin 2020

Úrvalsdeildin í eFótbolta í FIFA


Úrvalsdeild KSÍ í eFótbolta í samstarfi við RÍSÍ

Deildarfyrirkomulag spilað heima og að heiman.
● 3 stig fyrir sigur.
● 1 stig fyrir jafntefli.
● 0 stig fyrir tap.

Bein útsending á hverju miðvikudagskvöldi frá tveimur leikjum í deildinni.

Á dagskrá Stöð2 esport frá 20:00-21:30


1. Fyrirkomulag

1.1 Spilað verður FIFA Ultimate team, sem er ríkjandi keppnisformattið í heiminum.

1.2 Hver viðureign er spiluð sem “Home and away” og samanstendur af tveimur leikjum með samanlagðri markatölu. Leikmenn skiptast á að hýsa leikinn.

1.3 Spilað verður á netinu þangað til að 8 lið eru eftir.

1.4 Fyrsta umferð verður svokallað “seeding” en lið spila þá um hvar þau verða á styrkleikalista. Skipt verður að handahófi í riðla og þau lið sem eru með bestu úrslit fá hærra “seed”

1.5 Önnur umferð verður útsláttarkeppni, efsta “seed” gegn því versta o.s.frv.

2. Almennar Reglur

2.1 Umsjónarmaður félags skal sjá til þess að allir leikmenn sem taka þátt hafa farið yfir reglur og eru tilbúnir að fara eftir þeim.

2.2 Spilurum er einungis heimilt að spila fyrir hönd félags síns á sínum PSN Network aðgangi sem var skráður fyrir mót.

2.3 Brot á reglum mun þýða að andstæðingur brotamanns sigrar viðureignina 3-0. Einnig mun vera tekið til frekari aðgerða ef brotamaður heldur áfram eða brýtur reglur vísvitandi. Dæmi eru brottrekstur úr mótinu og mögulegt bann í öðrum keppnum.

2.4 Keppendur bera ábyrgð á því að tengjast hvor öðrum fyrir leik og ræsa leiknum á tilsettum tíma. Sé það ekki virt eða náist ekki í annan keppenda þá gilda reglur 2.8 og 4.4.

2.5 Spilari sem er titlaður “Home” í leiknum sér um að hefja leikinn svo er skipt um og sá sem byrjaði Away hýsir leik númer tvö.

2.6 Eftir að allir spilarar eru tilbúnir og leikurinn hafinn, þá er ekki leyfilegt að taka önnur hlé en FIFA leikurinn býður uppá. Ef vandamál koma upp skal hafa samband við mótastjóra á Discord.

2.7 Ef það er grunur um brot á reglum, þá skal kalla eftir leikhlé og senda á mótstjórn strax á Discord rás KSÍ. Ekki verður tekið við kvörtunum eftir að leik lýkur.

2.8 Ef annar leikmaður er meira en 15 mínútum of seinn að mæta til leiks. Skal leikmaður sem er tilbúinn taka skjáskot og senda á mótastjórn. Þá skráir mótastjórn 3-0 tap á fjarverandi leikmanninn.

3. Spilun og stillingar

3.1 Spilað verður með eftirfarandi stillingum:

● Settings: Standard settings

● Match durance: 12 minutes (6 minutes per half)

● Game speed: Normal

● Level: Legendary

3.2 Allir leikir verða spilaðir sem ´Friendly Match´.

3.3 Spilarar verða að nota leikmenn í sínum FUT liðum.

3.4 Bannað er að nota svokallað “custom formation”. Öll lið verða að stilla upp liði sýnu með eitt af uppgefnum uppstillingum í leiknum. Bannað er að færa leikmenn til með “Square” hnappinum. Ef talið er að andstæðingur hafi brotið þessar reglur skal taka mynd af uppstillingu og hafa samband við mótstjóra. Brotamaður fær viðvörun og leikurinn verður endurspilaður. Ef reglan er brotinn í annað skipti verður brotamaður vikið úr keppni.

3.5 Ef vandamál koma upp hjá EA þjónum og ekki hægt að halda áfram spilun, þá mun leikur vera endurtekinn frá byrjun. Ef vandamál er á nettengingu hjá öðrum hvorum spilara, þá skal halda áfram frá þeim tímapunkti og markatala sú sama. T.d. ef annar spilari missir samband á 30. mínútu og staðan 1-0, þá skal byrja nýjan leik og spila þangað til 60. mínútu og markatala byrjar 1-0.

3.6 Reglur um liðsuppstillingu

3.6.1 Heildarstyrkleiki liðs skal vera 90 eða minni.

3.6.2 Liðið má hafa mest 3 ICONs með bekknum meðtöldum

3.6.3 Allir liðsmenn meðtalið leikmönnum á bekknum þurfa að vera með styrkleika 79 eða meira

3.6.4 Þú mátt ekki hafa leikmann með styrkleika meira en 85 á bekknum

3.6.5 Lánsmenn eru stranglega bannaðir

3.6.6 Allir ,,Training items” eru stranglega bannaðir

3.6.7 Allir FIFA Pro items eru stranglega bannaðir

4. Birta úrslit

4.1 Sigurvegari ber ábyrgð að skrá úrslit inn á vefsíðu mótsins Toornament

4.2 Sigurvegari þarf að taka mynd af úrslitum þegar leik er lokið. Á myndinni þarf að koma fram eftirfarandi:

● Lokastaða

● PSN nöfn spilara

● Tímastimpill

4.3 Úrslit þurfa að vera skráð ekki seinna en 10 mínútur eftir leikinn. Ef vandamál koma upp við birtingu úrslita skal hafa samband við mótstjóra á Discord server KSÍ.

4.4 Ef enginn úrslit eru birt innan við 10 mínútna eftir að leik er lokið setur mótastjórn 0-0 á leikinn.

5. Hegðun og Framkoma

5.1 Allir þáttakendur eiga að bera virðingu til andstæðinga og því félags sem hann spilar fyrir.

5.2 Ef þáttakandi sýnir dónalega hegðun, þ.m.t. vanvirðing, móðgun eða fordóma mun viðkomandi vera vísað úr keppni og frekari refsing í framhaldinu. Það á einnig við framkomu við mótastjórnenda og skipuleggjanda.