Fótbolti og fjármál
Deloitte og KSÍ hafa síðustu ár gefið út samantektarskýrslu um fjármál íslenskrar knattspyrnu.
Unnar hafa verið greiningar á ársreikningum þeirra félaga sem hafa tekið þátt í keppni efstu deilda karla og kvenna á árunum 2019 – 2023. Tekjuliðir og gjöld félaganna hafa verið greind og ýmis áhugaverð atriði borin saman.
Gögn úr ársuppgjörum félaganna eru sett fram á gagnvirkan og notendavænan hátt með mælaborði Microsoft Power BI sem gefur fólki innsýn í rekstur félaganna á skýran og aðgengilegan hátt. Samanburður á milli knattspyrnufélaga og ára verður vart auðveldari með örfáum smellum.