Allt um EM 2025
Á vef UEFA er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um allt sem tengist EM 2025 og er fólk hvatt til að kynna sér þær upplýsingar sem þar eru um ferðalög, Fan zone, miðamál, leikvanga, aðgengi og ýmsar upplýsingar um hverja keppnisborg fyrir sig.
Miðasala á EM kvenna í Sviss fyrir íslenska stuðningsmenn verður í þremur hlutum.
Miðasala á EM kvenna í Sviss fyrir íslenska stuðningsmenn verður í þremur hlutum. Fólk er hvatt til að lesa vel yfir þær upplýsingar sem eru hér fyrir neðan. Allir þeir miðar sem seldir eru í þessum þremur miðasölugluggum eru á svæði sem er sérstaklega frátekið fyrir íslenska stuðningsmenn.
Leikir Íslands í riðlakeppni EM í Sviss (fjöldi miða í boði í sviga)
- 2. júlí kl. 18:00 - Ísland-Finnland (1.000)
- 6. júlí kl. 21:00 - Sviss-Ísland (2.000)
- 10. júlí kl. 21:00 - Noregur-Ísland (1.000)
Eftirspurn eftir miðum meðal íslenskra stuðningsmanna er nokkuð meiri en sá miðafjöldi sem er í boði á leikina gegn Finnlandi og Noregi. KSÍ er nú þegar að kanna hvort hægt sé að fjölga miðum á þá leiki en óvíst er hvort það takist.
- Miðasala með einnota kóðum (17. til 24. desember)
- Í fyrsta hluta verður notast við miðasölu með einnota kóðum (e. Single-use Access Codes). Til að fá aðgang að þeirri miðasölu þarf að skrá sig í gegnum skráningaform sem aðgengilegt er hér á vefsíðu KSÍ. Formið verður opnað 2. desember og verður opið til kl. 12:00, 23. desember.
- Frá og með 17. desember verður byrjað að senda kóða til þeirra sem hafa skráð sig (í þeirri röð sem skráningar bárust). Kóðana getur fólk svo notað til að kaupa miða í gegnum miðavef UEFA. Miðakaup með einnota kóðum verða opin frá kl. 12:00 þriðjudaginn 17. desember til kl. 12:00 þriðjudaginn 24. desember – eða á meðan miðar endast.
- Með hverjum kóða verður hægt að kaupa allt að 10 miða á hvern leik Íslands í riðlakeppni mótsins (3 leikir). Ef fólk ætlar á fleiri en einn leik í riðlakeppninni er mikilvægt að klára miðakaupin á alla þá leiki í sama kaupferlinu þar sem kóðinn verður ónothæfur eftir að kaupferlinu er lokið.
- Í fyrsta hluta verður notast við miðasölu með einnota kóðum (e. Single-use Access Codes). Til að fá aðgang að þeirri miðasölu þarf að skrá sig í gegnum skráningaform sem aðgengilegt er hér á vefsíðu KSÍ. Formið verður opnað 2. desember og verður opið til kl. 12:00, 23. desember.
- Miðasala með fjölnota kóða (27. desember til 8. janúar)
- Í öðrum hluta miðasölunnar verða miðar seldir með fjölnota aðgansgkóða (e. Multi-use Access Code). Þessi hluti miðasölunnar verður aðgengilegur öllum sem eru áskrifendur að fréttabréfi KSÍ (smelltu hér til að gerast áskrifandi).
- Kóðinn verður sendur út með fréttabréfi KSÍ föstdaginn 27. desember og frá og með kl. 12:00 þann dag getur fólk farið inn á miðavef UEFA og klárað miðakaup með kóðanum. Mest verður hægt að kaupa 4 miða á hvern leik í einu en ef fólk vill kaupa fleiri miða þá getur það einfaldlega farið inn aftur og endurtekið kaupin, með sama kóðanum. Miðakaup með fjölnota aðgangskóða verða opin til kl. 12:00 miðvikudaginn 8. janúar - eða á meðan miðar endast.
- Miðasala fyrir alla sem skráðir eru “Fan of Iceland” (9. til 16. janúar)
- Í þriðja og síðasta hluta miðasölunnar verður miðakerfi UEFA opið fyrir alla sem eru skráðir sem “Fan of Iceland”. Þessi hluti miðasölunnar verður opinn frá kl. 12:00 fimmtudaginn 9. janúar til kl. 12:00 fimmtudaginn 16. janúar, eða á meðan miðar endast.
Athugið að í öllum ofangreindum miðasölugluggum er fólk eingöngu að kaupa ákveðinn fjölda miða, sætum verður úthlutað á síðari stigum og miðar sendir til miðakaupenda í framhaldinu.
WEURO vefur UEFA
Hér á vef UEFA finnurðu allar upplýsingar um EM í Sviss.
Fólk er hvatt til að sækja app keppninnar þar sem er að finna sömu upplýsingar og meira til. Smellið á hlekkinn hér að neðan eða skannið kóðann á myndinni.