Endurmenntun þjálfara
Reglur KSÍ um endurmenntun þjálfara
- Þjálfarar geta flett upp á fræðsluvef KSÍ (undir endurmenntun) hvenær þjálfararéttindin renna út. Skjalið er uppfært mánaðarlega.
- Neðst niðri í hægra horni þjálfaraskírteinisins stendur líka hvenær þjálfararéttindin renna út.
- Til þess að fá nýtt þjálfaraskírteini með endurnýjuðum 3 ára gildistíma, þarf að sýna fram á að lokið hafi verið við lágmark 15 tíma endurmenntun á síðastliðnum 3 árum.
- Þjálfarar þurfa að passa sjálfir upp á að geta sannað sína endurmenntun.
- Fræðsludeild KSÍ ákvarðar hvað telst gild endurmenntun.
- Ákvörðunum fræðsludeildar KSÍ er heimilt að áfrýja til fræðslunefndar KSÍ.
- Fræðslunefnd KSÍ áskilur sér rétt til að breyta reglum um endurmenntun í framtíðinni.
- Ef þú ert í vafa um hvað telst endurmenntun hafðu þá samband við fræðsludeild KSÍ.
KSÍ B (UEFA B) þjálfarar:
- Námskeið og fræðsla sem má færa rök fyrir að nýtist þjálfaranum til að verða betri/hæfari í starfi telur almennt sem KSÍ B (UEFA B) endurmenntun. Þetta er þó alltaf háð samþykki fræðsludeildar KSÍ.
Dæmi um hvað telur sem KSÍ B (UEFA B) endurmenntun:
KSÍ V, KSÍ VI eða KSÍ VII námskeið, ÍSÍ námskeið, skyndihjálparnámskeið, ræðunámskeið, námskeið í samskiptum, leiðtoga- og stjórnendanámskeið, styrktarnámskeið, hraðanámskeið, íþróttasálfræðinámskeið, námskeið og fyrirlestrar sem eru sérstaklega auglýst af KSÍ sem KSÍ B (UEFA B) endurmenntunarnámskeið o.s.frv.
KSÍ A (UEFA A) þjálfarar:
- Eftirfarandi telur sem KSÍ A (UEFA A) endurmenntun:
UEFA study group ferðir, UEFA ráðstefnur, Norðurlandaráðstefnur á vegum knattspyrnusambandanna, námskeið og fyrirlestrar sem eru sérstaklega auglýst af KSÍ sem KSÍ A (UEFA A) endurmenntunarnámskeið. Að fylgjast með þjálfun erlendis eða að fara á eigin vegum á ráðstefnu erlendis telur sem KSÍ A (UEFA A) endurmenntun séu neðangreind skilyrði uppfyllt:
- Gera skal fræðsludeild KSÍ grein fyrir ferðinni áður en hún er farin með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is. Í tölvupóstinum skal gera grein fyrir ítarlegri dagskrá og að þjálfarinn hugsi sér ferðina sem endurmenntun fyrir KSÍ A (UEFA A) gráðu.
- Fræðsludeild KSÍ ákvarðar hvort að ferðin telji sem endurmenntun áður en farið er í hana.
- Að ferð lokinni þarf að skila inn til fræðsludeildar KSÍ undirritaðri staðfestingu frá erlenda félaginu eða ráðstefnuhaldaranum þar sem kemur fram tímafjöldi, dagsetningar og nákvæmlega hverju var fylgst með og hvað var gert í ferðinni.
- Þjálfari skal skila inn skýrslu til fræðsludeildar KSÍ innan 3 vikna frá heimkomu. Hún skal vera vélrituð og lágmark 1 bls fyrir hverja 5 tíma í endurmenntun eða lágmark 3 bls fyrir 15 tíma. Í skýrslunni skal koma fram sönnun á því hvaða lærdómur átti sér stað í ferðinni.
Að fylgjast með æfingu eða liðsfundi telur almennt upp í endurmenntun. Fundur með þjálfara frá erlenda félaginu telur líka sem endurmenntun. Að vera þátttakandi á ráðstefnu eða námskeiði. Að horfa á leik telur almennt ekki sem endurmenntun.
Haft verður samband við KSÍ A þjálfara sem ekki hafa uppfyllt endurmenntunarskilyrði þegar KSÍ-A gráðan rennur út og þeim gefið eitt ár í að ná sér í 15 endurmenntunartíma til að endurnýja skírteinið sitt. Ef þeir ná ekki að uppfylla fyrrnefnd skilyrði þá þurfa þeir að vinna verkefni og sitja próf sem eru á KSÍ-A námskeiðinu á nýjan leik.
Samningur við International Soccer Science and Performance Federation (ISSPF)
Fræðsludeild KSÍ hefur náð samkomulagi við International Soccer Science and Performance Federation (ISSPF) um samstarf er varðar þjálfaramenntun.
Samkomulagið felur í sér að þjálfarar sem klára námskeið á vegum ISSPF geta fengið þau metin sem endurmenntun á KSÍ/UEFA þjálfararéttindunum sínum.
Á heimasíðu ISSPF (www.isspf.com) má finna margskonar (online) þjálfaranámskeið. Þjálfarar sem ljúka námskeiðum þeirra fá diplomu sem þeir geta áframsent á KSÍ.
Námskeiðin gefa allt frá 7 til 25 endurmenntunarstig og fjölbreytt viðfangsefni eru í boði, m.a. næring, sálfræði, styrktar- og úthaldsþjálfun, markmannsþjálfun, fyrirbyggja meiðsli. Á síðunni má einnig finna fjölda greina um knattspyrnuþjálfun.
Hér að neðan er listi yfir námskeiðin sem eru í boði og hvaða endurmenntun hvert og eitt þeirra veitir þjálfaranum
Masters Certificate in Soccer Psychology & Mental Skills Training
KSÍ/UEFA A eða PRO þjálfararéttindi
Intermediate Certificate in Soccer Nutrition
KSÍ/UEFA A eða PRO þjálfararéttindi
Professional Masters in Goalkeeper Coaching Science (Senior Pro Level)
KSÍ/UEFA A eða PRO þjálfararéttindi
Certificate in Strength & Conditioning for Soccer Performance
Öll KSÍ/UEFA þjálfararéttindi
Intermediate Certificate in Soccer Psychology & Mental Skills Training
KSÍ/UEFA B, A eða PRO þjálfararéttindi
Foundation Certificate in Soccer Psychology & Mental Skills Training
KSÍ/UEFA C eða B þjálfararéttindi
Professional Certificate in Goalkeeper Coaching Science (Pro Youth Level)
KSÍ/UEFA C, B eða A þjálfararéttindi
Certificate in Soccer Business & Management
KSÍ/UEFA A eða PRO þjálfararéttindi
Soccer Coaching Leaders Certificate
KSÍ/UEFA C eða B þjálfararéttindi
Certificate in Soccer Science & Performance
KSÍ/UEFA B eða A þjálfararéttindi
Certificate in Physical Training and Soccer Methodology
KSÍ/UEFA A eða PRO þjálfararéttindi
Certificate in Youth Soccer Athletic Development (LTAD)
KSÍ/UEFA C eða B þjálfararéttindi
Certificate in Soccer Training Load Management
KSÍ/UEFA B eða A þjálfararéttindi
Foundation Certificate in Soccer Psychology & Mental Skills Training
KSÍ/UEFA C eða B þjálfararéttindi
Intermediate Certificate in Soccer Psychology & Mental Skills Training
KSÍ/UEFA A eða PRO þjálfararéttindi
Foundation Certificate in Soccer Nutrition
KSÍ/UEFA B eða A þjálfararéttindi