Litblinda í fótbolta
Vissir þú að 1 af hverjum 12 körlum og 1 af hverjum 200 konum er litblind? Tölfræðilega séð er því t.d. líklegt að einn leikmaður í hverju byrjunarliði meistaraflokks karla sé litblindur og að t.d. í hópi eitt þúsund áhorfenda á tilteknum leik séu nokkrir tugir litblindra áhorfenda.
Tilgangur verkefnisins Litblinda í fótbolta er að vekja athygli á stöðu litblindra þátttakenda í fótbolta (leikmanna, þjálfara, dómara, stuðningsmanna og annarra) og því hvaða áhrif það getur haft ef ekki er tekið tillit til þeirra í starfinu og skipulagningu þess - á æfingum og í leikjum. Hér er átt við liti á t.d. keilum og vestum, keppnisbúningum og öðru.
Markmiðið er að öll knattspyrnuhreyfingin og aðilar sem henni tengjast verði meðvituð um verkefnið.
Litblinda getur haft áhrif á alla sem tengjast fótbolta - áhorfendur, leikmenn, þjálfara, dómara og aðra starfsmenn í kringum leikinn.