Astmi og íþróttir

Bæklingur Astma- og ofnæmisfélags Íslands um astma og íþróttir er aðgengilegur á heimasíðu félagsins og má finna í tengli hér fyrir neðan.

Með útgáfu bæklingsins vonar félagið að dreifing hans farið til iðkenda, þjálfara, forsvarsmanna og annarra sem gagn gætu haft af þessu mikilvæga fræðsluefni – „Astmi og íþróttir“.

Astma- og ofnæmisfélagið langar að koma fræðslubæklingi um astma og íþróttir til iðkenda, sem mögulega hafa einkenni frá lungum við áreynslu, hvort sem iðkandinn er með greindan astma eða ekki.

Með góðum ráðum er hægt að stunda íþróttir þrátt fyrir astma og áreynsluastma. Hreyfing er meðal annars mikilvægur liður í að halda hefðbundnum astma niðri. Því miður eru of mörg dæmi um að börn og fullorðnir hætti hreyfingu vegna astma og áreynsluastma. Einkenni eiga ekki að stoppa fólk í að stunda íþróttir og hreyfingu.

Mikilvægt er að þjálfarar kunni skil á helstu einkennum og því helsta sem að gagni getur komið fyrir þá iðkendur sem þjást af sjúkdómnum.

Bæklingurinn