Fótbolti fyrir eldri iðkendur


Fótbolti fyrir eldri iðkendur eða “old boys” og “old girls” fótbolti er sniðugur kostur fyrir fólk sem hefur gaman af fótbolta og vill hreyfa sig í góðum hópi fólks. Nokkur mót eru í boði fyrir iðkendur í eldri bolta sem eru orðinn fastur liður í starfsemi margra liða á Íslandi. Má þar nefna Pollamótið á Akureyri og Wurth mótið í Egilshöll.   

Polla mótið: Forsíða | Pollamót Samskipa (pollamot.is) 

Wurth mótið: Old boys and old girls football tournament in Iceland. Football and Fun. 

 Félög sem bjóða upp á eldri bolta*: 

*Upplýsingar eru birtar með fyrirvara.  

Eldri flokkur karla 

KSÍ býður upp á Íslandsmót í eldri flokkum karla. Aldursflokkarnir eru 40+, 50+ og 60+. Spilað er í 7 manna liðum.  

Sumarið 2022 voru sex lið skráð í 40+ þar sem spiluð var einföld umferð, þ.e. öll lið mættust einu sinni. Í 50+ voru sjö lið skráð til leiks og fimm lið voru skráð í 60+. Í þessum aldursflokkum var spilað í túrneringum og mættust öll lið tvisvar.  

Til að geta tekið þátt í eldri flokka móti á vegum KSÍ þarf einstaklingur að taka þátt á vegum aðildarfélags KSÍ en finna má aðildarfélag KSÍ í nánast öllum bæjum á Íslandi.  

 

Eldri flokkur kvenna 

KSÍ býður ekki upp á Íslandsmót í eldri flokkum kvenna. Hafi þitt lið áhuga á að taka þátt í Íslandsmóti í eldri bolta kvenna hvetjum við þig til að senda tölvupóst á grasrótarstjóra KSÍ, soley@ksi.is eða mótastjóra KSÍ, birkir@ksi.is. 

 

Allar ábendingar um upplýsingar á þessari síðu sendist á soley@ksi.is.